Spennandi valáfangar

Í upphafi Tjarnardaga fór fram valkynning að vanda þar sem kynntir voru valáfangar næstu annar.

Kenndi margra grasa og greinilegt var að sumir áfangar höfðu alveg sérstakt aðdráttarafl að þessu sinni.

Þess má til gamans geta að margir nemendur höfðu áhuga á að velja sér aukaáfanga í stærðfræði á næstu önn og ítalskan átti sér marga aðdáendur.