Söngleikurinn Srekk

Þetta árið er leikfélagið Fúría að setja upp söngleikinn Srekk og eru æfingar í fullum gangi. Verkið fjallar um græna tröllið Srekk sem hatar öll samskipti við umheiminn. Dag einn sendir Farquad lávarður allar ævintýrapersónur Dulocríkis í mýrina hans Srekks. Til þess að fá mýrina sína aftur þarf Srekk að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni og fara með hana til Farquads en í þeirri för lendir hann í ýmsum ævintýrum og kemst í kynni við örlagaríkar persónur sem eiga eftir að breyta lífi hans. 
Leikhópurinn samanstendur af 29 frábærum leikurum úr skólanum og leikmynda-, búninga-, hár- og förðunarteymin sjá um að allt komi vel út á sviði. Nú eru bara örfáar vikur í frumsýningu og mikil spenna og eftirvænting í loftinu. Allt þetta væri þó ekki mögulegt ef ekki væri fyrir frábæra leikstjórann okkar, Agnesi Wild, og búninga- og leikmyndahönnuðinn okkar, Evu Björgu Harðardóttur. 
Srekk er svo sannarlega sýning fyrir alla fjölskylduna og vonast Fúría til að sjá sem flesta
Verkið verður frumsýnt 7. mars í Iðnó og hægt er að fylgjast með framvindu verksins hér: https://www.facebook.com/S%C3%B6ngleikurinn-Srekk-Kvenn%C3%B3-2019-350713585773374/ og á Instagram @leikfelagidfuria.