Valáfangi í dönsku

Í dönsku er nú kenndur þriggja eininga valáfangi sem er undirbúningur fyrir nám og störf á Norðurlöndum að stúdentsprófi loknu. Til að fá sem breiðasta innsýn í hversu margbreytilegt framboð af námi er á Norðurlöndum koma margir í heimsókn og segja frá dvöl og námi erlendis en einnig er farið í vettvangsferðir í hinar margvíslegu stofnanir sem hafa með Norðurlönd að gera. Með þessu móti fræðast nemendur bæði um menningu og tungu frænda okkar á Norðurlöndum og geta betur áttað sig á hvað muni henta þeim best. 

Hér eru myndir frá heimsókn nemenda í Veröld, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og svo þegar Rögnvaldur Sæmundsson kom og sagði frá sinni reynslu af námi og búsetu í bæði Danmörku og Svíþjóð.