Njáluferð

Hefð er fyrir því að nemendur í áfanganum ÍSLE3BF05 lesi Brennu-Njálssögu og fari í vettvangsferð á Njáluslóðir. Tveir bekkir fóru í þannig ferð miðvikudaginn 27. febrúar, í frábæru veðri. Ferðin heppnaðist mjög vel og nemendur voru til fyrirmyndar.