Jóhanna Björk riddari!

Jóhanna Björk Guðjónsdóttir frönskukennari í Kvennaskólanum var nýlega sæmd riddaraorðu franska ríkisins fyrir framlag sitt til franskrar tungu og menningar. Orðan kallast Chevalier des Palmes Académiques og var stofnað til hennar árið 1808 af sjálfum Napoleon. Þetta var fyrsta orðan sem ekki var tengd hermennsku. Orðan er veitt þeim sem skarað hafa fram úr í að mennta og fræða með frönsku að leiðarljósi. Það var sendiherra Frakklands sem veitti Jóhönnu orðuna góðu.