Góður árangur í efnafræðikeppni

18. almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 28. febrúar. Alls tók 141 nemandi þátt, úr sex skólum.

Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Eldar Máni Gíslason, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, en hann hlaut 100 stig af 100 mögulegum. Meðalstigafjöldi allra keppenda var 36,4 stig.

17 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður við Háskóla Íslands helgina 23.-24. mars næstkomandi.

Af þessum 17 efstu voru þrír nemendur frá Kvennaskólanum, þau Inga Lilja Ásgeirsdóttir í 3NF, Úlfur Örn Björnsson í 3NA og Heiðar Snær Ásgeirsson í 3NC.