Nemendur í 3H tilbúnir með kröfuspjöldin.

Stefnt er að samstilltu verkfalli ungmenna í rúmlega 100 borgum um allan heim næstkomandi föstudag, 15. mars. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 12.  Nemendur í 3H í umhverfisfræði ætla að fjölmenna.

Uppfært 15.3.: Fjöldinn allur af ungmennum safnaðist saman á Austurvelli til að sýna samstöðu og þrýsta á aðgerðir í loftslagsmálum. Myndin hér fyrir neðan er frá mótmælafundinum.