Kvennó vann Gettu betur!

Lið Kvennaskólans í Gettu betur gerði sér lítið fyrir og vann keppnina í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV s.l. föstudag, á móti MR. Keppnin var einstaklega spennandi alveg frá upphafi til enda. Lið Kvennó skipa þau Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, Berglind Bjarnadóttir og Hlynur Ólason. Til hamingju!