Kvennó í úrslitum Morfís

Lið Kvennó í Morfís-ræðukeppninni tryggði sér um síðustu helgi sæti í úrslitum keppninnar með því að sigra MA með 46 stiga mun. Liðið skipa þau Jón Þór Stefánsson, Arngrímur Broddi Einarsson, Védís Halla Víðisdóttir og Guðmundur Hrafn Kristjánsson. Úrslitin verða um miðjan apríl en ekki er ljóst ennþá hvort mótherjinn verður MR eða Versló.