Opið hús fjölmennt

Þriðjudaginn 19. mars var opið hús í Kvennó fyrir nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra. Þar gafst gestum kostur á að skoða húsnæði skólans, kynna sér skipulag námsins og allt það helsta um félagslífið í skólanum. Óhætt er að segja að þessi viðburður hafi verið vel sóttur og greinilegt að margir hafa áhuga á að stunda nám í skólanum.