Undirskriftasöfnun

Femínistafélag Kvennaskólans Þóra Melsteð tók sig til og safnaði undirskriftum meðal nemenda til að krefjast þess að kynjafræði verði skyldufag fyrir alla nemendur Kvennó. Í yfirlýsingu frá stjórn Þóru Melsteð segir: „Við teljum að það að hafa kynjafræði sem skyldufag sé mikilvægur þáttur í að virkja nemendur í jafnréttisbaráttunni og til að kynjajafnrétti verði náð.“ Alls söfnuðust 217 undirskriftir. Á myndinni eru Guðrún Ísabella Kjartansdóttir og Snædís Lilja Káradóttir að afhenda Hjalta Jóni skólameistara undirskriftirnar. Vinstra megin við Hjalta Jón glittir í mynd af Þóru Melsteð.