Lokaverkefni

Á lokaári sínu við Kvennaskólann eru nemendur í áfanga sem kallast lokaverkefni. Í áfanganum fá nemendur þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast ritgerðarsmíð undir leiðsögn íslenskukennara auk efniskennara. Nemendur velja sér sjálfir viðfangsefni og í dag var komið að skilum á þessari önn. Nemendur komu glaðir í bragði á skrifstofu skólans með lokaverkefnin sín en viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt. Þessa önnina fjalla lokaverkefni nemenda t.d. um hvort mögulegt sé að stofna nýlendu á Mars, áhrif krafta í körfubolta, klónun dýra, afbrotahegðun ungmenna, þróun gervigreindar, upplifanir fólks af eldgosinu í Heimaey, sjötta aldauðann, áhrif peninga á enska knattspyrnu, höfuðhögg í íþróttum, erfðabreytt matvæli, mansal á Íslandi, móttöku og aðlögun flóttafólks á Íslandi, áhrif uppeldis á sjálfsmynd og innleiðingu rafbíla.