Úlfur í landsliðið í efnafræði

Helgina 23.-24. mars kepptu 15 framhaldsskólanemendur til úrslita í 18. landskeppninnar í efnafræði. Þrír nemendur Kvennaskólans höfðu tryggt sér þátttökurétt en einn þeirra forfallaðist og átti skólinn því tvo fulltrúa í úrslitum, þá Úlf Örn Björnsson í 3NA og Heiðar Snæ Ásgeirsson í 3NC. Fóru leikar svo að Úlfur verður einn fjögurra sem skipa munu landslið Íslands í efnafræði. Liðið mun taka þátt í 4. Norrænu efnafræðikeppninni, sem haldin verður í Helsinki í Finnlandi dagana 18.-20. júlí og í 51. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í París í Frakklandi dagana 21.-30. júlí 2019. Það eitt að eiga þrjá nemendur af 17 sem tryggðu sér þátttökurétt í úrslitum er frábær árangur, en að eiga jafnframt fulltrúa í landsliðinu er hreint magnað!