Baráttutímarit

Nemendum Kvennaskólans er ýmislegt til lista lagt. Á dögunum, þegar verið var að fjalla um félagslegt raunsæi í bókmenntasögunni, gerðu þau sér lítið fyrir og sömdu og hönnuðu baráttutímarit sem þau gáfu nafnið Stefnan. Þar sömdu þau pistla, blaðagreinar, örsögur, ljóð, bakþanka og auglýsingar, allt í anda félagslegs raunsæis. Skrifin tóku til félagslegs raunsæis nútímans þar sem komið var inn á baráttu verkalýðsins, málefni hælisleitenda, mannréttindabrot og fleira. Þau settu síðan sjálf upp tímaritið. Dæmi um skrif í blaðið er baráttuljóðið Með baráttum:

 

Með baráttum

 

Með baráttum, engum ambáttum

Breyttum þjóðháttum, betri lífsháttum.

Fjölgum vináttum, hættum ósáttum.

Með breyttum starfsháttum, fjölbreyttari kunnáttum,

lendum við á öðrum staðháttum.

 

Hættum öllum bágindum.

Sleppum öllum illindum.

Ekki fleiri harðindi.

Burt með þessi leiðindi.

Rísum upp úr þunglyndi og fáum önnur tíðindi.

Með breyttu skaplyndi, finnum við glaðlyndi.

Geislandi heillyndi, mikilvægt frjálslyndi.

Sýnum blíðlyndi og endurtökum þetta erindi.

 

Höfundar: Erna D. Daníelsdóttir og Maríanna S. Þorkelsdóttir