Kalmar heimsókn á enda

Á morgun fimmtudag lýkur heimsókn nemenda frá CIS-skólanum í Kalmar sem hafa dvalið hér í rúma viku. Kvennaskólinn og CIS-skólinn hafa verið í samstarfi í 15 ár. Samstarfið hefur hefur fyrst og fremst snúist um sjálbærni og náttúruauðlindir og samanburð á milli landa. Íslensku og sænsku nemendurnir fluttu fyrirlestra um verkefnin sín í sænska sendiráðinu á mánudag. Á þriðjudag var Suðurland heimsótt og ferðinni lýkur með Reykjanes-hring og baði í Bláa lóninu. Þrátt fyrir vetrarlegt veður hefur allt gengið að óskum og íslensku gestgjafarnir staðið sig frábærlega.