Vel heppnaður Peysufatadagur

Peysufatadagurinn var haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í frábæru veðri föstudaginn 5. apríl. Áratuga löng hefð er fyrir þessum degi í skólanum og dagskráin með svipuðu móti ár hvert. Dagurinn einkennist af dansi og söng hér og þar um bæinn t.d. á Droplaugarstöðum, Grund og Ingólfstorgi og í porti Miðbæjarskólans. Unga fólkið tekur sig alltaf einstaklega vel út í þessum fallega, þjóðlega fatnaði eins og sjá má á myndunum sem fylgja. Ath. fleiri myndir má sjá hér