Kaffiboð á peysufatadag

Í tilefni af 100 ára afmæli Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans, var formönnum Keðjunnar í gegnum tíðina boðið í kaffisamsæti á peysufatadaginn. Á myndinni má sjá þá formenn sem mættu ásamt núverandi skólameistara, Hjalta Jóni Sveinssyni, tveimur forverum hans, Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Aðalsteini Eiríkssyni, og Vilhelmínu Salbergsdóttur sem um árabil hélt um stjórnartaumana á skrifstofu skólans.