Ungir frumkvöðlar

Um síðustu helgi tóku ríflega 20 nemendur í fimm hópum þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar í Smáralind. Nemendur höfðu framleitt jógúrt með kollageni, sápur til styrktar Barnaspítala Hringsins, krafthnetur, þurrkaða ávexti og líkamsskrúbb. Salan gekk vel og nemendur voru glaðir þegar þeir ræddu við dómarana. Nú liggur fyrir að skila inn skýrslum þannig að hægt sé að veita viðurkenningar. Þetta er í þriðja sinn sem Kvennaskólinn tekur þátt í keppninni sem verður sífellt fjölbreyttari og metnaðarfyllri.