Góður árangur í efnafræði

Tveir nemendur í Kvennó tóku í dag á móti viðurkenningarskjölum fyrir góðan árangur í úrslitum í 18. Landskeppninni í efnafræði. Nemendurnir heita Úlfur Örn Björnsson (t.v.)  og Heiðar Snær Ásgeirsson (t.h.). Með þeim á myndinni er Hjalti Jón skólameistari. Úlfur Örn mun keppa með landsliði Íslands í Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Helsinki í sumar. Til hamingju báðir tveir!