Góður árangur í Þýskuþraut og stuttmyndakeppni

Félag þýskukennara stendur árlega fyrir Þýskuþraut og stuttmyndakeppni fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins. Þýskuþraut er keppni í þýskukunnáttu framhaldsskólanema. Keppnin var nýlega haldin í 30. sinn. Fjórir nemendur Kvennaskólans voru í hópi þeirra 20 efstu sem að þessu sinni fengu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Kolbrún Björg Ólafsdóttir í 2. NÞ lenti í 7. sæti, Baldur Daðason í 2. NÞ og Anna Rakel Tómasdóttir í 2. NC (vantar á mynd) lentu saman í 11.-12. sæti og Berglind Bjarnadóttir í 2. NÞ var í sæti 16.  

Þrír nemendur í Kvennaskólanum, Eiríkur Friðjón Kjartansson, Hlynur Ólason og Kolbrún Björk Jónasdóttir öll í 2. NÞ, hlutu 3. verðlaun í stuttmyndakeppninni fyrir mynd sína Herr Günter und die Technopilze. Hér má finna slóð inn á myndina: https://youtu.be/UrNMRDZAvuI

Allir þessir nemendur fengu bókaverðlaun frá þýska sendiráðinu á Íslandi sem Herbert Beck sendiherra afhenti við hátíðlega athöfn og var meðfylgjandi mynd tekin af því tilefni. Við óskum þessum flottu fulltrúum Kvennaskólans innilega til hamingju með frábæran árangur.