3.Z á 45 ára afmælinu

Um síðustu helgi hittust nokkrir bekkjarfélagar úr Kvennó en í ár eru 45 ár síðan hópurinn lauk landsprófi frá skólanum. Bekkurinn, sem hét 3.Z,  hefur hist á vorin í marga áratugi og mæta þeir sem eiga heimangengt. Að þessu sinni var farið í gönguferð í Öskjuhlíð áður en hópurinn fór í hádegismat í Bragganum.  Þetta er örugglega ekki eini bekkurinn úr Kvennó sem hittist að vori til að rifja upp og halda tengslin sem mynduðust í skólanum. Ásta Melitta Urbancic hefur haldið utanum þetta allt tíð.