Dimisjón

Nemendur í 3.bekk dimiteruðu í sól og blíðu föstudaginn 10. maí. Að venju var skemmtun í porti Miðbæjarskólans þar sem bekkirnir sýndu dansatriði og töluðu fallega um kennara og starfsfólk skólans. Búningarnir voru fyndnir og fjölbreyttir eins og sjá má á myndunum sem fygja.