Útskrift 29. maí 2019

167 nemendur útskrifuðust í dag af þremur brautum; félagsvísindabraut, hugvísindabraut og náttúruvísindabraut. Athöfnin fór fram í Háskólabíói og margir nemendur þáðu verðlaun og viðurkenningar fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. Kór skólans söng tvö lög undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur og Gunnar Helgason nýstúdent lék á básúnu við píanóundirleik. Marvíslegar ræður voru haldnar og sungið saman. Dúx skólans að þessu sinni er Inga Lilja Ásgeirsdóttir með 9,86 í meðaleinkunn.
Hér má sjá ræðu Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara í heild sinni.