Skólastarfið hafið

Síðastliðinn mánudag hófst skólastarf á nýjan leik að loknu sumarleyfi. Á haustönn eru 644 nemendur skráðir í skólann og þar af 230 nýnemar. Óhætt er að segja að starfið hafi byrjað af krafti. Hér eru nemendur á þriðja ári náttúruvísindabrautar í kennslustund í efnafræði hjá Sigurðir E. Vilhelmssyni. Ekki er annað að sjá en áhuginn og gleðin séu á sínum stað.