Kynningarfundur 27. ágúst

Í gærkvöld var haldinn í Uppsölum kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema og var mæting mjög góð.

Greinilegt er foreldrar og forráðamenn hafa mikinn áhuga á að kynnast skólanum og námi barna sinna.

Á fundinum fór fram kynning á ýmsum þáttum skólastarfsins; eins og námsráðgjöf, félagslífi, forvörnum, jafnréttismálum, kennsluaðferðum og námsmati.

Að vanda fóru umsjónarkennarar hinna ýmsu bekkja í stofur með foreldrum þar sem farið var yfir sitthvað er lýtur að náminu og meðal annars upplýsingavefnum Innu.