Lenti í þriðja sæti í Parísarmaraþoninu!

Okkur er margt til lista lagt hér í Kvennaskólanum. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, frönskukennari, sýndi það heldur betur síðastliðinn sunnudag þegar hún hljóp Parísarmaraþonið í annað sinn. Hún hljóp heilt maraþon, 42.2 km, á tímanum 3.06.09 og bætti tímann sinn frá því í fyrra um eina mínútu og 45 sekúndur. Sigurbjörg lenti í 3. sæti í sínum aldursflokki (50-60 ára) af rúmlega 900 konum og í fertugasta sæti í heildina, af hvorki meira né minna en 6.200 konum!Við í Kvennó óskum Sigubjörgu innilega til hamingju með árangurinn.