Stofnfundur foreldraráðs


Boðað er til stofnfundar foreldraráðs Kvennaskólans í Reykjavík miðvikudaginn 27. janúar kl. 18.

Fundurinn verður haldinn í Kvennaskólanum að Fríkirkjuvegi 9.

Dagskrá:
1. Skólameistari setur fundinn og fjallar um ákvæði laga um foreldraráð
2. Kosning stjórnar sem situr fram að fyrsta aðalfundi foreldraráðs og hefur það aðalverkefni að búa til starfsreglur foreldraráðs og undirbúa fyrsta aðalfund
3. Tilnefning áreyrnarfulltrúa í skólanefnd
4. Önnur mál

Til fundarins er boðað skv. 50. grein laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. 

Greinin hljóðar svo:
Foreldraráð
Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð. Skólameistari boðar til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið forráðamenn nemenda við skólann.
Kjósa skal í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur.