Fögnum góðu gengi Kvennó í vetur!

Nemendum Kvennaskólans hefur heldur betur gengið vel í vetur í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Skólinn sigraði Gettu betur, kvenna- og karlalið skólans í Futsal lentu í efstu sætum í Futsalmóti framhaldsskólanna og nemendur unnu til verðlauna í tungumálakeppnum o.fl.

Það er því heldur betur ástæða til að fagna árangrinum nú þegar skólanum er slitið fyrir sumarfrí.

Hvar? Í mötuneytinu (einnig tækifæri til að kveðja mötuneytið sem verður flutt í Uppsali í sumar)

Hvenær? Mánudaginn 23. maí kl. 10-11

Hvað? Svaladrykkir, kaffi og súkkulaðikaka