Aðgangur nýnema að Innu

Vegna bilunar virkaði ekki aðgerðin sem sendir nýnemum aðgangsorð að Innu. Þetta hefur nú verið lagað og nýnemar geta sótt sér Innuaðgang.
Þá fara þeir á heimasíðu skólans velja hlekkinn Inna Nemendur hægra megin á síðunni og svo hlekkinn Sækja lykilorð.
Þá fá þeir sent lykilorð að Innu í tölvupósti á tölvupóstfangið sem þeir skráðu í umsókn sína.
Forráðamenn nemenda sem eru yngri en 18 ára geta notað þessa sömu aðferð til að ná sér í lykilorð að Innunni.