Ljóðskáld þessarar viku er Hallgrímur Helgason.

Hér birtist síðasta erindið úr kvæði hans „Vandamál“. Hallgrímur fæddist þann 18. febrúar 1959 í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands veturinn 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Frá árinu 1982 hefur hann starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hann hefur skrifað ljóðabók og skáldsögur, og hefur ein þeirra „101 Reykjavík“ verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hallgrímur hefur einnig skrifað verk fyrir leikhús, auk fjölda blaðagreina um samfélags- og menningarmál, flutt pistla í útvarpi og komið fram sem grínstæðingur. Hallgrímur hefur haldið yfir 20 einkasýningar hér heima, í Boston, New York, París og Malmö og verk hans hafa verið sýnd á yfir 30 samsýningum í ýmsum löndum. Hallgrímur Helgason býr og starfar í Reykjavík.

Vandamál [brot]

Vandamál sín
verður hver
með eigin lagni leysa.
Lítil er stoð
í stöfum prents
spikfeitum af speki.

Hver er sinni kæfu smurður.

(Ljóðmæli 1978-1998)