Komin í 8-liða úrslit

Í gærkvöldi bar lið Kvennaskólans sigurorð af liði Menntaskólans að Laugarvatni í Gettu betur. Staðan eftir hraðaspurningar var 8-6 Kvennaskólanum í vil. Eftir það fengu Laugvetningar einungis tvö stig á meðan Kvenskælingar bættu sjö stigum við og unnu öruggan 15-8 sigur. Lið Kvennaskólans er því komið í 8-liða úrslit en þau fara fram í Sjónvarpinu.
Á myndinni er lið Kvennaskólans: Gísli Erlendur Marínósson 2NÞ, Jörgen Már Ágústsson 2NÞ og Þórdís Inga Þórarinsdóttir 4FS.