Limrur vikunnar

Limra er enskur bragarháttur sem er fimm braglínur og kom fram á 18. öld. Þorsteinn Valdimarsson skáld kynnti limrur fyrstur á Íslandi. Oftast eru limrur grínvísur og alloft grófar en geta líka verið hvassar samfélagsádeilur, fantasíur og fáránleiki. Hér birtast nokkrar limrur úr Limrubókinni sem Pétur Blöndal tók saman og kom út á síðasta ári.Mér sýndist ég sjá þetta á ´enni
að svæfi þar piltungur hjá ´enni
svartur á hár.
En svo leið hálft ár
og síðan kom annar eins frá ´enni.

Halldór Blöndal


Er Friðrekur jarðskjálftann fann
á flótta þá óðar hann rann
og barðist á millum
bóka úr hillum
uns Biblían rotaði hann.

Jón Ingvar Jónsson

Svo lést hann Leópold kjaftur
Og lofaði að ganga ekki aftur
En svo gekk hann aftur
og aftur – og aftur
og aftur – og aftur – og aftur.

Gísli Rúnar Jónsson

Eftir hrunið haustið 2008

Þar geisar nú gjaldþrotahrina
og gapuxar benda á hina.
Mér ungri var kennt
og á það skal bent
að auður er valtastur vina.

Guðrún Egilson