Ljóð vikunnar er eftir Bergþóru Ingólfsdóttur

Hún er fædd 4. Mars 1962 í Reykjavík og gekk í Kvennaskólann í Reykjvavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Bergþóra var starfsmaður Alþýðusambands Íslands og hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Síðar nam hún lögfræði og útskrífaðist frá Háskóla Íslands 2003. Varð síðan héraðsdómslögmaður 2004 og hæstaréttarlögmaður 2011. Birst hafa ljóð eftir Bergþóru í tímaritum, blöðum og útvarpi og einnig hefur hún fengist við ljóðaþýðingar. Þess má geta að Bergþóra er systir Ásdísar Ingólfsdóttur kennara hér við skólann sem er einnig fyrrverandi nemandi Kvennaskólans í Reykjvavík, þegar hann var grunnskóli á unglingastigi fyrir stúlkur.

Fingur haustsins
renna í lófa
ljá lífinu lit sinn
og segja þér
frá.
Allt vegna komandi kulda.

Af tímans kvistum
augað telur
lauf þess liðna
og lítil spor
Í átt sem enginn veit.

Í litlu höfði
vaxa oft stórir menn.

Bergþóra Ingólfsdóttir
(úr ljóðabókinni „Hrifsur“ frá 1980)