Velheppnuð ferð til Sikileyjar

Að loknum prófum í vor fór 26 manna hópur nemenda og kennara Kvennaskólans í níu daga ferð til Sikileyjar. Ferðin var hluti af nemendaskiptaverkefni sem styrkt er af Erasmusplus menntaáætluninni. Nemendur bjuggu á heimilum nemenda Liceo Classico G. Garibaldi og kynntust þannig daglegu lífi Sikileyinga. Einnig tóku þeir þátt í verkefnavinnu í skólanum sem tengdist þema verkefnisins sem ber yfirskriftina: Nature and Culture of two Volcanic Islands. Auk þess var farið í ferðir um Sikiley þar sem skoðuð var eldvirkni, Etna, Volcano og sögulegir staðir. Hópurinn fékk höfðinglegar móttökur í hvívetna. Á hausti komandi endurgjalda Sikileyingar heimsóknina. Ferðir af þessu tagi eru meðal þess lærdómsríkasta sem nemendur taka þátt í á ferli sínum í skólanum.
Vakti heimsóknin nokkra athygli eyjaskeggja og var skrifað um hana í tvö helstu dagblöðin Giornale di Sicilia og Republica (http://palermo.repubblica.it/cronaca/2015/05/25/foto/da_reikjiavik_a_palermo_gli_studenti_islandesi_scoprono_la_sicilia-115265714/1/#1 ). Einnig var hópnum boðið á skrifstofur borgarstjóra þar sem hann var boðinn velkominn af yfirmanni menntamála í Palermo.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðalaginu.

 

 

 


 

 

Allar myndir