Prófaannir

Nú eru miklar annir hjá nemendum og kennurum Kvennaskólans enda vorpróf í miðjum klíðum. Próf hófust s.l. föstudag og þeim lýkur miðvikudaginn 17. maí. Fimmtudaginn 18. maí eru síðan sjúkrapróf. Endurtökupróf stúdentsefna eru 22. og/eða 23. maí en hjá 1.-3. bekk verða endurtökupróf 1. og 2. júní.