Þann 31. mars verður Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum haldið í reiðhöllinni hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ.

Framhaldsskólamótið er hestamót þar sem skólar senda knapa fyrir sína hönd. Að þessu sinni  keppa þær Hrönn Kjartansdóttir og Andrea Jónína Jónsdóttir í 1.bekk, Alexandra Ýr Kolbeins í 2.bekk og Rúna Björg Vilhjálmsdóttir í 3.bekk en þær hafa allar mikla keppnisreynslu.
Mótið byrjar stundvíslega 8:30 laugardagsmorguninn 31.mars og má sjá dagskrá og ráslista hér:

http://www.hestafrettir.is/framhaldsskolamotid-i-hestaithrottum-3/

 Mætum öll og hvetjum okkar skóla áfram!