Kosningar Keðjunnar fyrir skólaárið 2013-2014

Mánudaginn 22.apríl  hefst kosningavika í Kvennaskólanum.   Í Uppsölum verða glæsilegir kosningabásar og hafa frambjóðendur hengt upp plaköt í skólabyggingum. 

Eftirfarandi einstaklingar og framboð fá kosningabása:

- Formaður
- Gjaldkeri
- Skemmtinefnd
- Listanefnd,
- Loki
- Ritnefnd
- Fúría 

Ásamt nokkrum öðrum nefndum sem þess hafa óskað. 

Þriðjudagur 23.apríl kl. 20:00 verða kappræður frambjóðenda  í Uppsölum.  Munu  þeir sem bjóða sig fram til sætis í stjórn Keðjunnar sitja fyrir svörum frá núverandi stjórnarmeðlimum og taka einnig við spurningum úr sal.
Einstaklingum sem bjóða sig fram í stjórnarnefndir einir og sér gefst einnig kostur á að koma á svið og taka þátt í kappræðunum.

Frábær leið til þess að fá að vita nákvæmlega hvað það er sem þú ert að velja á milli í þessum mikilvægu kosningum. 

Miðvikudaginn 24.apríl er kosningadagurinn. Ræðuhöld fara fram í hádeginu þar sem fyrrnefnd framboð og einstaklingar fá 3 mínútur í pontu. Kennsla hefst að ræðum loknum kl.12:30.  Opnað verður fyrir kosningar að ræðum loknum. Kosningaseðill verður sendur á Kvennópóst nemenda .  Kosingum lýkur kl.19:00 og mun kosningavakan hefjast kl.20:00 í Uppsölum þar sem úrslit kosninga verða tilkynnt.


Kjörstjórn ítrekar það fyrir frambjóðendum að fara vel og vandlega yfir kosningareglurnar!