Gettu betur - 2. umferð

Í kvöld kl. 19.30 keppir lið Kvennaskólans í 16-liða úrslitum Gettu betur og verða andstæðingarnir lið Menntaskólans að Laugarvatni. Hægt er að hlusta á beina útsendingu frá viðureigninni á Rás 2 eða mæta í Efstaleitið og fylgjast með á staðnum. Lið Kvennaskólans skipa Gísli  Erlendur Marínósson 2NÞ, Jörgen Már Ágústsson 2NÞ og Þórdís Inga Þórarinsdóttir 4FS.
Í hádeginu í dag tók liðið létta æfingu og keppti við lið kennara í matsalnum. Lið kennara var skipað Erlu Elínu Hansdóttur, Friðriki Degi Arnarsyni og Ragnari Sigurðssyni. Það er skemmst frá því að segja að lið nemenda vann öruggan sigur, lokatölur urðu 34-14!

Meðfylgjandi mynd er frá viðureign nemenda og kennara fyrr í dag.