Nemendur lögðu kennara

Í hádeginu í dag áttust við í spurningakeppni lið kennara og Gettu betur lið nemenda. Keppnin var liður í undirbúningi nemenda fyrir átökin í Gettu betur en í kvöld mætir Kvennaskólinn liði FVA í útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 20.00. Lið kennara var skipað Jóhönnu, Ásdísi Ingólfs og Ragnari en lið nemenda var skipað Jörgen, Bjarka og Bjarna. Eftir spennandi viðureign höfðu nemendur betur og unnu 24-18 sigur á kennurunum.