Heimsókn frá Ítalíu

Nemendur og kennarar Kvennaskólans hafa í dag orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá skemmtilega heimsókn frá Ítalíu. Um er að ræða hóp nemenda ásamt kennara sínum en þau koma frá Leon Battista Alberti menntaskólanum í Valenza á Norður-Ítalíu. Hópurinn er á ferðalagi á Íslandi og er búinn að dvelja hér í viku. Þau láta mjög vel af dvölinni og hafa lýst mikilli ánægju með heimsóknina í Kvennaskólann en þetta er síðasti dagurinn þeirra hér á landi áður en þau halda aftur til Ítalíu. 2T er sá bekkur sem sér um að taka á móti hópnum og hafa gestirnir sótt kennslustundir með 2T í dag. Íslendingarnir og Ítalirnir hafa strax náð góðum tengslum og fer vel á með hópunum. Takk fyrir komuna!