Innritun lokið

Innritun í Kvennaskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár er lokið. Umsóknir úr 10. bekk voru 265 með skólann sem fyrsta val og 389 með skólann sem annað val eða alls 654. Unnt var að veita 222 skólavist. Umsóknir eldri nemenda úr öðrum skólum voru 20 og unnt var að veita 10 þeirra skólavist. Bréf og gíróseðlar hafa verið sendir öllum nýnemum.