Kvennaskólinn í Reykjavík er með opið hús 12. mars 2013

Þriðjudaginn 12. mars n.k. verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 19:00. Kynnt verður námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf.
Þá gefst einnig færi á að skoða húsnæði skólans að Fríkirkjuvegi 9 (Aðalbygging), Fríkirkjuvegi 1 (Miðbæjarskóli) og í Þingholtsstræti 37 (Uppsalir). 

Gestir geta byrjað heimsóknina í Aðalbyggingu eða Miðbæjarskóla eftir því sem hentar.

Verið velkomin.
Skólameistari