Blogg um Parísarferð hjá nemendum í Parísaráfanga Kvennaskólans í Reykjavík

Á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar, heldur hópur rúmlega tuttugu nemenda til Parísar ásamt tveimur frönskukennurum, þeim Margréti Helgu og Jóhönnu Björk. Ferðin er hluti af svokölluðum Parísaráfanga en í honum snýst allt efni og verkefnavinna um Parísarborg, sögu hennar, daglegt líf, byggingar, markaði, samgöngur o.s.frv. Ferðin er fjögurra nátta og í henni verður farið mjög víða um borgina, sögufrægir staðir, söfn og byggingar skoðuð, siglt um Signu, kaffihúsamenningin upplifuð o.m.fl. Þá munu nemendur einnig vinna hópverkefni í ferðinni. Það er kominn mikill ferðahugur í hópinn og má fylgjast með ferðinni á bloggsíðu áfangans:
http://kvennpars2012.unblog.fr/