Göngum til góðs!

Við hvetjum nemendur og kennara til að gerast sjálfboðaliðar Rauða krossins í einn dag með því að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn næstkomandi 2. október. Safnað verður fyrir verkefni Rauða krossins í Afríku, einkum stuðning við börn og ungmenni í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisvandans og stríðshrjáð börn í Síerra Leóne.

Rauði krossinn þarf 3.000 sjálfboðaliða svo hægt sé að ná til allra heimila í landinu.
Skrefin til góðs eru einföld:

1. Mættu á söfnunarstöð í þínu hverfi  - Taktu einhvern með þér, það er miklu skemmtilegra
2. Þar færðu bauk og götu til að ganga í - Gerðu ráð fyrir u.þ.b. klukkutíma
3. Þú skilar bauknum á söfnunarstöðina – og líður miklu betur á líkama og sál

Söfnunarstöðvar eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.
Fjölmennum!

Nánari upplýsingar og skráning hér:
http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/1/wa/dp?detail=1022769&name=frettasida