Peysufatadagurinn var haldin hátíðlegur hjá nemendum í dag 30. mars.

Peysufatadagur 2. bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík fór vel fram í blíðviðri og blankalogni . Nemendur glöddu marga með dansi og söng. Meðal annars dönsuðu þau fyrir framan ráðuneyti mennta- og menningarmála. Heimsóttu Droplaugastaði, Grund og Hrafnistu. Komu síðan öll marserandi í skólann sinn og þar hélt hátíðin áfram. Í lokin fengu þau vöfflur og heitt súkkulaði. Reynir Jónasson spilaði glæsilega á harmonikkuna og Margrét Helga Hjartardóttir stjórnaði söngnum af sinni alkunnu snild.

Það eru fleiri myndir hér.