1 FA hélt dag íslenskrar tungu hátíðlegan með sameiginlegum morgunverði

1 FA hélt dag íslenskrar tungu hátíðlegan með sameiginlegum morgunverði. Nemendur komu með brauð, djús og álegg og bökuðu köku. Nemendur lásu svo upp ljóð fyrir bekkjarfélaga sína og við ræddum lítillega um Jónas Hallgrímsson og kennarinn skrifaði vel valin erindi úr Ferðalokum eftir Jónas, fyrsta og síðasta erindi kvæðisins fá að fljóta hér með.

Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.