Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna

Í gær var úthlutað úr þróunarsjóði námsgagna og erum við í Kvennaskólanum stolt af því að fjórir kennarar við skólann hlutu styrki. Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir fengu styrk fyrir Brot úr bókmenntasögu með skáldlegu ívafi, Kristján Guðmundsson fyrir Sálfræði kvikmynda og Þórður Kristinsson fyrir Mannfræði fyrir byrjendur. Óskum við þeim til hamingju með styrkinn og góðs gengis við námsefnisgerðina.