Eyþór fær silfurverðlaun á Evrópumóti

Eyþór Þrastarson, nemandi í 3FUS, er að gera það gott á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem fram fer þessa dagana í Reykjavík. Hann fékk silfurverðlaun í gær í 400 metra skriðsundi í flokki blindra og í morgun bætti hann 13 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi.