Morgunverður í þýskutíma.

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503/2B05 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað saman morgunverð um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð og rúnnstykki ásamt tilheyrandi áleggi, svo sem skinku, spægipylsu, ostum og sultu eða marmelaði. Vekur þetta jafnan mikla ánægju meðal nemenda.

FRÜHSTÜCK IN DER DEUTSCHSTUNDE
Vor ein paar Tagen haben die SchülerInnen in dem Kurs Deutsch 503/2B05 Frühstück zusammen gegessen. Es ist seit einigen Jahren schon Tradition in der Schule und die SchülerInnen freuen sich immer ganz viel darüber. Auf dem Tisch gibt es z. B. folgendes: Frisch gebackenes Brot und Brötchen mit Aufschnitt, Schinken, Salami, verschiedene Käsesorten und Marmelade.