21. mars ..

Eiga allir að vera búnir að telja fram.

Í lífsleikni í vetur hafa nemendur í 1. bekk lært námsefnið Fjárann sem er fjármála- og neytendafræðsla og inniheldur m.a. skattskýrslugerð.
Margir nemendur hafa nýtt sér tækifærið í náminu og fært sína eigin skýrslu í fyrsta sinn.
Flestir velja þann kost að telja fram á vefnum þar sem boðið er upp á villuprófun og bráðabirgðaútreikning opinberra gjalda þegar framtalið er orðið villulaust.
Skil framtals þarf síðan að staðfesta með veflyklinum og þá kemur móttökukvittun á skjáinn sem hægt er að prenta út.

Eitthvað er um að nemendur hafi þurft á frest að halda og hafa þeir jafnframt sótt um hann á vef skattstjóra skattur.is. Frestur er veittur til a.m.k. 26. mars og getur lengstur orðið til 30. mars.

Lífsleikni